Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 12:46 Utanríkisráðherra segir veru bandaríska hersins hér á landi fela í sér mikla æfingu fyrir starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu í Keflavík. Steingrímur Dúi/ U.S Airforce Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira