Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 12:46 Utanríkisráðherra segir veru bandaríska hersins hér á landi fela í sér mikla æfingu fyrir starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu í Keflavík. Steingrímur Dúi/ U.S Airforce Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira