„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 10:26 Steinunn segist fegin að hafa bara smakkað eitt ber. Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. „Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi. Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
„Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi.
Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira