Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2023 11:25 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Vísir/Vilhelm Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira