Dýrustu sprengjuþoturnar í lágflugi með tilheyrandi látum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 16:41 Myndin sýnir B-2 Spirit taka eldsneyti á flugi yfir Atlantshafi þann 6. september síðastliðinn. Á myndinni sést vel hin óvenjulega lögun þessa fljúgandi vængs. U.S. AIR FORCE/RACHEL MAXWELL Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu fengu að kynnast látunum sem fylgja B-2 sprengjuflugvélum eftir hádegið í dag. Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins sunnudaginn 13. ágúst og hefur síðan verið við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Uppfært 18:30 - Sprengjuvélarnar voru undir stjórn flugturns Isavia þegar þeim var flogið yfir höfuðborgarsvæðið í dag og voru þær í fjórtán til sautján þúsund feta hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er almennt reynt að forðast að fljúga flugvélum sem þessum yfir höfuðborgarsvæðið en það ku hafa verið ómögulegt núna vegna anna við flugleiðsögu. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal Reykvíkinga sem heyrðu vel í drununum í dag án þess þó að sjá þoturnar. Hann greindi frá því á Facebook og fjölmargir til viðbótar deildu sömu reynslu. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, ræddi komu sprengjuflugvélanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39 Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins sunnudaginn 13. ágúst og hefur síðan verið við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Uppfært 18:30 - Sprengjuvélarnar voru undir stjórn flugturns Isavia þegar þeim var flogið yfir höfuðborgarsvæðið í dag og voru þær í fjórtán til sautján þúsund feta hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er almennt reynt að forðast að fljúga flugvélum sem þessum yfir höfuðborgarsvæðið en það ku hafa verið ómögulegt núna vegna anna við flugleiðsögu. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal Reykvíkinga sem heyrðu vel í drununum í dag án þess þó að sjá þoturnar. Hann greindi frá því á Facebook og fjölmargir til viðbótar deildu sömu reynslu. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, ræddi komu sprengjuflugvélanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.
NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39 Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39
Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46