Farsímar í skólum Ragnar Þór Pétursson skrifar 25. ágúst 2023 09:00 Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Ragnar Þór Pétursson Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar