Óður til einstæðra mæðra Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 20:00 Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun