Óður til einstæðra mæðra Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 20:00 Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun