Framtíð hvalveiða Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 14:30 Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar