Langkvaldar langreyðar í boði stjórnvalda Ívar Örn Hauksson skrifar 6. september 2023 08:30 Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun