Ævarandi skömm stjórnmálafólks Bubbi Morthens skrifar 9. september 2023 14:30 Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Bubbi Morthens Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun