Lúkas um vélmennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 11:01 Feðgarnir Alexander Petersson og Lúkas Petersson, miklir íþróttamenn Vísir/Samsett mynd Lúkas Petersson, markvörður íslenska u21 árs landsliðsins í fótbolta og þýska félagsins Hoffenheim, er að upplifa sérstaka tíma í Þýskalandi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjölskylda hans fluttist búferlum heim til Íslands þar sem að Alexander Petersson, faðir Lúkasar spilar með handboltaliði Vals. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Sjá meira
„Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Sjá meira