Liður í að jafna tækifæri allra barna Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 14. september 2023 11:00 Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun