Má Landsvirkjun henda milljörðum? Rafnar Lárusson skrifar 20. september 2023 08:01 Viðhorf til kerfis upprunaábyrgða, þessa einfalda bókhaldskerfis sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hagnast vel á, hefur því miður mótast að hluta af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Fullyrðingar heyrast um verið sé að blekkja neytendur og eyðileggja hreina ímynd íslenskrar orkuvinnslu og nokkuð algengt er að upprunaábyrgðum sé ruglað saman við losunarkvóta. Það er ekki svo. Flestum er tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni virkjun beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Í því kerfi þarf að gæta þess að varan sé bara seld einu sinni. Ekkert orkufyrirtæki má selja fleiri upprunaábyrgðir en sem nemur þeirri orku sem það sannarlega vinnur. Með þessu kerfi varð til ný, verðmæt útflutningsvara. Græni hlutinn af endurnýjanlegri orkuframleiðslu Íslendinga varð að sjálfstæðum verðmætum. Þessu má líkja við göngu makríls inn í íslenska landhelgi. Fyrstu árin var þetta bara eins og lítil torfa en eftir því sem verðið hefur hækkað og eftirspurnin aukist eru íslenskar upprunaábyrgðir að verða að heilli makrílgöngu. Ef Íslendingar tækju þá ákvörðun að taka ekki þátt í þessu evrópska kerfi upprunaábyrgða, þá værum við annars vegar að kasta milljarða verðmætum á glæ og hins vegar þyrftu íslensk fyrirtæki, sem vilja fá sína orkunotkun vottaða, að kaupa upprunaábyrgðir að utan, til dæmis frá Noregi. Með þátttökunni gerum við orkuauðlindir okkar enn verðmætari og þannig skila þær meiru inn í sameiginlega sjóði samfélagsins. Orkan okkar áfram 100% græn Þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. umhverfismiðaðs fyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa grænu orkuna sem upprunaábyrgðirnar kveða á um úr bókhaldinu hérna heima og færa inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Auðvitað kemur spánskt fyrir sjónir að sjá fullyrðingar á rafmagnsreikningi um að hér komi kol eða kjarnorka við sögu en allir ættu að vita að svo er ekki. Þær upplýsingar eru eingöngu þarna til að vega upp á móti sölu upprunaábyrgðanna. En hvers vegna erum við yfir höfuð að selja þessar ábyrgðir? Stutta svarið er: Af því að það er ekkert skaðlegt við sölu þeirra, þvert á móti, það er markaður fyrir þær og orkufyrirtæki þjóðarinnar fær milljarða króna í kassann. Bættur hagur orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar kemur öllum vel. Af hverju ættum við ekki að selja þær? Salan þýðir í raun að við fáum hærra verð fyrir raforkuna sem við framleiðum. Meiri tekjur skila hærri arði til þjóðarinnar og auðvelda okkur uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. En það er einmitt þessi jákvæði tilgangur kerfisins, að kaupandi upprunaábyrgða er að styðja orkufyrirtæki til þess að byggja upp endurnýjanlega orku. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða 1 milljarður króna. Árið 2022 voru tekjurnar tæpir 2 milljarðar. Á þessu ári stefnir í um 4 milljarða tekjur af sölunni og við gerum okkur vonir um 5 milljarða á næsta ári. Hámörkum afrakstur orkulinda Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Ef Landvirkjun seldi allar upprunaábyrgðir sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins gætu tekjurnar af þeirri sölu numið 15 milljörðum árlega. Væru eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, sáttir ef við neituðum að selja upprunaábyrgðir og yrðum af þessum tekjum? Mættum við haga okkur með svo óábyrgum hætti? Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala upprunaábyrgða fellur afar vel að því hlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rekstur hins opinbera Orkumál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Viðhorf til kerfis upprunaábyrgða, þessa einfalda bókhaldskerfis sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hagnast vel á, hefur því miður mótast að hluta af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Fullyrðingar heyrast um verið sé að blekkja neytendur og eyðileggja hreina ímynd íslenskrar orkuvinnslu og nokkuð algengt er að upprunaábyrgðum sé ruglað saman við losunarkvóta. Það er ekki svo. Flestum er tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni virkjun beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Í því kerfi þarf að gæta þess að varan sé bara seld einu sinni. Ekkert orkufyrirtæki má selja fleiri upprunaábyrgðir en sem nemur þeirri orku sem það sannarlega vinnur. Með þessu kerfi varð til ný, verðmæt útflutningsvara. Græni hlutinn af endurnýjanlegri orkuframleiðslu Íslendinga varð að sjálfstæðum verðmætum. Þessu má líkja við göngu makríls inn í íslenska landhelgi. Fyrstu árin var þetta bara eins og lítil torfa en eftir því sem verðið hefur hækkað og eftirspurnin aukist eru íslenskar upprunaábyrgðir að verða að heilli makrílgöngu. Ef Íslendingar tækju þá ákvörðun að taka ekki þátt í þessu evrópska kerfi upprunaábyrgða, þá værum við annars vegar að kasta milljarða verðmætum á glæ og hins vegar þyrftu íslensk fyrirtæki, sem vilja fá sína orkunotkun vottaða, að kaupa upprunaábyrgðir að utan, til dæmis frá Noregi. Með þátttökunni gerum við orkuauðlindir okkar enn verðmætari og þannig skila þær meiru inn í sameiginlega sjóði samfélagsins. Orkan okkar áfram 100% græn Þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. umhverfismiðaðs fyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa grænu orkuna sem upprunaábyrgðirnar kveða á um úr bókhaldinu hérna heima og færa inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Auðvitað kemur spánskt fyrir sjónir að sjá fullyrðingar á rafmagnsreikningi um að hér komi kol eða kjarnorka við sögu en allir ættu að vita að svo er ekki. Þær upplýsingar eru eingöngu þarna til að vega upp á móti sölu upprunaábyrgðanna. En hvers vegna erum við yfir höfuð að selja þessar ábyrgðir? Stutta svarið er: Af því að það er ekkert skaðlegt við sölu þeirra, þvert á móti, það er markaður fyrir þær og orkufyrirtæki þjóðarinnar fær milljarða króna í kassann. Bættur hagur orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar kemur öllum vel. Af hverju ættum við ekki að selja þær? Salan þýðir í raun að við fáum hærra verð fyrir raforkuna sem við framleiðum. Meiri tekjur skila hærri arði til þjóðarinnar og auðvelda okkur uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. En það er einmitt þessi jákvæði tilgangur kerfisins, að kaupandi upprunaábyrgða er að styðja orkufyrirtæki til þess að byggja upp endurnýjanlega orku. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða 1 milljarður króna. Árið 2022 voru tekjurnar tæpir 2 milljarðar. Á þessu ári stefnir í um 4 milljarða tekjur af sölunni og við gerum okkur vonir um 5 milljarða á næsta ári. Hámörkum afrakstur orkulinda Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Ef Landvirkjun seldi allar upprunaábyrgðir sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins gætu tekjurnar af þeirri sölu numið 15 milljörðum árlega. Væru eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, sáttir ef við neituðum að selja upprunaábyrgðir og yrðum af þessum tekjum? Mættum við haga okkur með svo óábyrgum hætti? Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala upprunaábyrgða fellur afar vel að því hlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun