Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Sigurður Ingi, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu fyrir skemmtiferðaskip í dag. Vísir/Einar Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent