Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Sigurður Ingi, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu fyrir skemmtiferðaskip í dag. Vísir/Einar Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira