Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 18:31 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu. Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira