Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 18:31 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu. Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglustöðinni á Dalvegi, þar sem rannsókn málsins fer fram, staðfestir það í samtali við Vísi. Svo virðist sem engar nýjar lykilupplýsingar hafi komið fram í málinu. „Við erum í samskiptum við yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu. Það er eftirgrennslan í gangi og við erum að skoða ýmsar möguleika,“ segir Heimir. Hann segir yfirvöldin erlendis hafa verið samstarfsfús. Með hjálp þeirra hafi einhverjar upplýsingar komið í ljós sem hafi þó áður legið fyrir. „Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Heimir. Lögreglan hefur leitast eftir því að fá gögn úr síma Magnúsar. Síðast þegar Heimir vissi voru þau gögn ekki komin á borð lögreglu. Hann tekur fram að lögreglan hér heima muni „að sjálfsögðu“ halda rannsókn málsins áfram. Greint var frá hvarfi Magnúsar í íslenskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hann átti bókað flug til Frankfurtar viku áður, en skilaði sér ekki í það flug. Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, steig í kjölfarið fram og greindi frá því að ekkert benti til ólöglegs athæfis. Þá sagði hún frá því að Magnús hefði glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum og að hún óttaðist að þau hefði tekið sig upp á ný. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur,“ sagði Rannveig í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira