Orkulaus orkuskipti? Jón Trausti Ólafsson skrifar 21. september 2023 09:00 Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar