Stór orð en ekkert fjármagn Kristrún Frostadóttir skrifar 22. september 2023 09:00 Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun