Bergið headspace er 5 ára Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 22. september 2023 15:31 Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun