Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 14:08 Isaac Kwateng hefur verið hér á landi síðan árið 2018. Nú stefnir í að hann verði fluttur úr landi eftir nokkra daga. Vísir/Ívar Fannar Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. „Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“ Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“
Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira