Á morgun kemur skólinn, hvar verða skýin þá? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 9. október 2023 07:01 Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Grunnskólar Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar