Ísrael þarf að láta hart mæta hörðu Finnur Th. Eiríksson skrifar 9. október 2023 07:30 Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun