Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2023 11:15 Boeing 757-þotan TF-FIU, eða Hekla Aurora, oft nefnd Norðurljósaþotan, er núna á leiðinni til Amman í Jordaníu. Hún tekur 184 farþega í sæti. Vilhelm Gunnarsson Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna. Flugtakið frá Keflavík var klukkan 10.22. Flugtími til Amman í Jórdaníu er áætlaður um sex klukkustundir. Lending á Queen Alia-alþjóðaflugvellinum í Amman er áætluð klukkan 19.23 að staðartíma, eða klukkan 16.23 að íslenskum tíma, samkvæmt flugratsjársíðunni Flightradar 24. Flugleggurinn milli Keflavíkur og Amman er um 5.400 kílómetrar. Flugdrægi 757-þotunnar er allt að 6.300 kílómetrar þannig að hún ætti að komast á milli staðanna án millilendingar. Þotan hefur kallmerkið ICE 1086 á leið sinni til Amman í Jórdaníu. Hún var stödd undan Hornafirði laust fyrir klukkan ellefu.Flightradar24 Í frétt utanríkisráðuneytisins í morgun kom fram að um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að yrði sóttur til Tel Aviv, yrði fluttur til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum yrði flogið aftur heim til Íslands. Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum í Tel Aviv vegna nýs öryggismats. Áætlað var að Íslendingahópurinn legði af stað frá Jerúsalem áleiðis til Amman um hálfníuleytið í morgun og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld. Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Jórdanía Tengdar fréttir Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11 Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Flugtakið frá Keflavík var klukkan 10.22. Flugtími til Amman í Jórdaníu er áætlaður um sex klukkustundir. Lending á Queen Alia-alþjóðaflugvellinum í Amman er áætluð klukkan 19.23 að staðartíma, eða klukkan 16.23 að íslenskum tíma, samkvæmt flugratsjársíðunni Flightradar 24. Flugleggurinn milli Keflavíkur og Amman er um 5.400 kílómetrar. Flugdrægi 757-þotunnar er allt að 6.300 kílómetrar þannig að hún ætti að komast á milli staðanna án millilendingar. Þotan hefur kallmerkið ICE 1086 á leið sinni til Amman í Jórdaníu. Hún var stödd undan Hornafirði laust fyrir klukkan ellefu.Flightradar24 Í frétt utanríkisráðuneytisins í morgun kom fram að um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að yrði sóttur til Tel Aviv, yrði fluttur til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum yrði flogið aftur heim til Íslands. Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum í Tel Aviv vegna nýs öryggismats. Áætlað var að Íslendingahópurinn legði af stað frá Jerúsalem áleiðis til Amman um hálfníuleytið í morgun og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld.
Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Jórdanía Tengdar fréttir Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11 Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11
Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32