Engin typpi í kvennaklefanum þrátt fyrir afleit lög Eva Hauksdóttir skrifar 10. október 2023 11:30 Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun