Innlent

Sig­maður Land­helgis­gæslunnar sótti for­setann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðni rólegur á leið upp.
Guðni rólegur á leið upp. Stöð 2

Landhelgisgæslan sótti í dag fjögur hundruð kílóa dekk sem rekið hafði á land í friðlandinu við Bessastaði á Álftanesi.

Reynt hafði verið að koma dekkinu burt í fjöruhreinsun en án árangurs og þyrla landhelgisgæslunnar því fengin í verkið. Dekkinu var flogið upp að Bessastaðastofu og staðarhaldarar þar munu sjá um að farga því.

 Gæslan nýtti auk þess tækifærið og efndi til sigæfingar, þar sem sigmaður sótti sjálfan forseta Íslands og hífði upp í þyrluna. 

Forsetinn tók vel á móti Landhelgisgæslunni. Vísir/Steingrímur Dúi

Guðna var skilað heilu og höldnu aftur niður á jafnsléttu að æfingu lokinni, eftir yfirvegað flug yfir Álftanesinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Steingrímur Dúi

Guðna var skilað heilu og höldnu aftur niður á jafnsléttu að æfingu lokinni, eftir yfirvegað flug yfir Álftanesinu.Vísir/Steingrímur Dúi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×