Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. október 2023 20:01 Aðsend Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný. Rúmur mánuður er nú liðinn síðan fjölskylda Magnúsar heyrði síðast frá honum. Þann 10. september síðastliðinn átti hann bókað flug frá Dóminíska lýðveldinu til Frankfurt, þaðan sem hann átti svo að fljúga heim til Íslands. Magnús mætti á flugvöllinn en missti af vélinni. Þá skildi hann farangur sinn eftir og yfirgaf flugvöllinn. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Bróðir Magnúsar fór út til Dóminíska Lýðveldisins fyrir rúmri viku. Hann leitaði sjálfur að Magnúsi ásamt því að funda með yfirvöldum, lögfræðingum og fara yfir gögn, svo sem myndefni úr eftirlitsmyndavélum. „Á þessum myndum sést að kvöldið sem hann hverfur, fer hann út úr flugstöðinni,“ segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar og stjúpsystir bróðurins sem fór út. Sá treysti sér ekki til að veita viðtal. „Við héldum að hann hefði bara skilið farangurinn eftir en hann gengur frá honum afsíðis eins og hann ætli sér að koma aftur. Svo gengur hann út af svæðinu.“ Hrikalegir klettar nálægt flugvellinum Rannveig útskýrir að Magnús hafi sést klifra yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra.“ Fyrir um tveimur vikum fór lögreglan úti í viðamikla leit. Hermenn og lögreglumenn gengu ströndina, ásamt því sem leitað var á bátum og með drónum. Bróðir Magnúsar leitaði einnig á ströndinni ásamt fleirum. En engin ummerki hafa fundist og fjölskyldan hefur enn engin svör fengið. Bróðir Magnúsar kom aftur heim til Íslands í gær og hafði farangur bróður síns meðferðis. Rannveig segir það hafa reynst honum nær óbærilegt. „Það er alveg ofsalega erfitt það sem er búið að vera gerast úti. Að skoða myndir, vera að leita en fá samt engin svör. Og þurfa síðan að yfirgefa svæðið án svara og án hans, ég held að það sé bara næstum ekki hægt að ímynda sér hvernig honum hefur liðið.“ Gagnrýnir rannsókn lögreglu hér á landi Rannveig gagnrýnir að ekkert hafi gripið fjölskylduna sem upplifi sig í lausu lofti. Rannsókn yfirvalda hérlendis hafi gengið hægt og illa og lítið sé um svör varðandi framhaldið. „Lögreglan sagðist eiga erfitt með að gera eitthvað því hann væri þarna úti. Við fengum að heyra að fólk ætti rétt á að láta sig hverfa.“ Álit hennar á íslenskum stofnunum hafa beðið hnekki. „Ég hélt að það yrði unnið hraðar og markvissar. Við upplifðum að af því að hann væri úti þá væri málið einhvern veginn ekki í þeirra höndum. Og það hefur verið afskaplega lítið að gerast, okkur finnst ekki eins og það sé ekki verið að leita að honum eða leita upplýsinga af miklum krafti.“ Rannveig segir það hafa gengið hægt að fá aðgang að símagögnum og bankaupplýsingum Magnúsar. Hún er óánægð með seinagang yfirvalda hér á landi þegar kemur að rannsókn málsins. Rannveig segir foreldra Magnúsar stadda í verstu martröð alla foreldra, og það sé ekki síst ástæðan fyrir því að hún vilji ýta við einhverjum í kerfinu. „Það hefur vakið hjá mér mikla undrun, að í þessum aðstæðum sé fólk ekki gripið fyrr. Þetta er mikið áfall.“ Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá hann aftur Rannveig segir mjög misjafnt hvernig fjölskyldumeðlimir Magnúsar hafi takist á við þetta mikla áfall sem hvarf hans er. „Þetta hefur reynt mjög á. Ég held að við séum öll stödd á mjög mismunandi stöðum í ferlinu. Sum okkar eru farin að trúa því að hann komi ekki aftur. Aðrir eru einbeittir í að trúa því að hann hljóti að vera þarna einhversstaðar.“ Sjálf sé hún vonlítil. „Ég er búin að fara marga hringi. Stundum hef ég verið alveg sannfærð um að hann sé þarna úti. En núna er ég eiginlega alveg sannfærð um að ég eigi ekki eftir að sjá hann aftur. Því miður.“ Ég er svolítið hrædd við þessa klettóttu strönd sem er þarna. Varðandi næstu skref segist Rannveig halda að nú taki við áframhaldandi bið og óvissa. „Ég held að ég geti talað fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við séum orðin mjög þreytt. Svona bardagaþreytt og sorgmædd. En við náttúrulega bíðum áfram og vonumst til að fá einhver svör eða einhverjar upplýsingar.“ Magnús á ungan son og stjúpson. Rannveig segir að þeir viti að hann sé týndur en nú þegar svo langur tími sé liðinn þurfi fjölskyldan að koma sér saman um hvað eigi að segja drengjunum. Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Rúmur mánuður er nú liðinn síðan fjölskylda Magnúsar heyrði síðast frá honum. Þann 10. september síðastliðinn átti hann bókað flug frá Dóminíska lýðveldinu til Frankfurt, þaðan sem hann átti svo að fljúga heim til Íslands. Magnús mætti á flugvöllinn en missti af vélinni. Þá skildi hann farangur sinn eftir og yfirgaf flugvöllinn. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Bróðir Magnúsar fór út til Dóminíska Lýðveldisins fyrir rúmri viku. Hann leitaði sjálfur að Magnúsi ásamt því að funda með yfirvöldum, lögfræðingum og fara yfir gögn, svo sem myndefni úr eftirlitsmyndavélum. „Á þessum myndum sést að kvöldið sem hann hverfur, fer hann út úr flugstöðinni,“ segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar og stjúpsystir bróðurins sem fór út. Sá treysti sér ekki til að veita viðtal. „Við héldum að hann hefði bara skilið farangurinn eftir en hann gengur frá honum afsíðis eins og hann ætli sér að koma aftur. Svo gengur hann út af svæðinu.“ Hrikalegir klettar nálægt flugvellinum Rannveig útskýrir að Magnús hafi sést klifra yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra.“ Fyrir um tveimur vikum fór lögreglan úti í viðamikla leit. Hermenn og lögreglumenn gengu ströndina, ásamt því sem leitað var á bátum og með drónum. Bróðir Magnúsar leitaði einnig á ströndinni ásamt fleirum. En engin ummerki hafa fundist og fjölskyldan hefur enn engin svör fengið. Bróðir Magnúsar kom aftur heim til Íslands í gær og hafði farangur bróður síns meðferðis. Rannveig segir það hafa reynst honum nær óbærilegt. „Það er alveg ofsalega erfitt það sem er búið að vera gerast úti. Að skoða myndir, vera að leita en fá samt engin svör. Og þurfa síðan að yfirgefa svæðið án svara og án hans, ég held að það sé bara næstum ekki hægt að ímynda sér hvernig honum hefur liðið.“ Gagnrýnir rannsókn lögreglu hér á landi Rannveig gagnrýnir að ekkert hafi gripið fjölskylduna sem upplifi sig í lausu lofti. Rannsókn yfirvalda hérlendis hafi gengið hægt og illa og lítið sé um svör varðandi framhaldið. „Lögreglan sagðist eiga erfitt með að gera eitthvað því hann væri þarna úti. Við fengum að heyra að fólk ætti rétt á að láta sig hverfa.“ Álit hennar á íslenskum stofnunum hafa beðið hnekki. „Ég hélt að það yrði unnið hraðar og markvissar. Við upplifðum að af því að hann væri úti þá væri málið einhvern veginn ekki í þeirra höndum. Og það hefur verið afskaplega lítið að gerast, okkur finnst ekki eins og það sé ekki verið að leita að honum eða leita upplýsinga af miklum krafti.“ Rannveig segir það hafa gengið hægt að fá aðgang að símagögnum og bankaupplýsingum Magnúsar. Hún er óánægð með seinagang yfirvalda hér á landi þegar kemur að rannsókn málsins. Rannveig segir foreldra Magnúsar stadda í verstu martröð alla foreldra, og það sé ekki síst ástæðan fyrir því að hún vilji ýta við einhverjum í kerfinu. „Það hefur vakið hjá mér mikla undrun, að í þessum aðstæðum sé fólk ekki gripið fyrr. Þetta er mikið áfall.“ Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá hann aftur Rannveig segir mjög misjafnt hvernig fjölskyldumeðlimir Magnúsar hafi takist á við þetta mikla áfall sem hvarf hans er. „Þetta hefur reynt mjög á. Ég held að við séum öll stödd á mjög mismunandi stöðum í ferlinu. Sum okkar eru farin að trúa því að hann komi ekki aftur. Aðrir eru einbeittir í að trúa því að hann hljóti að vera þarna einhversstaðar.“ Sjálf sé hún vonlítil. „Ég er búin að fara marga hringi. Stundum hef ég verið alveg sannfærð um að hann sé þarna úti. En núna er ég eiginlega alveg sannfærð um að ég eigi ekki eftir að sjá hann aftur. Því miður.“ Ég er svolítið hrædd við þessa klettóttu strönd sem er þarna. Varðandi næstu skref segist Rannveig halda að nú taki við áframhaldandi bið og óvissa. „Ég held að ég geti talað fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við séum orðin mjög þreytt. Svona bardagaþreytt og sorgmædd. En við náttúrulega bíðum áfram og vonumst til að fá einhver svör eða einhverjar upplýsingar.“ Magnús á ungan son og stjúpson. Rannveig segir að þeir viti að hann sé týndur en nú þegar svo langur tími sé liðinn þurfi fjölskyldan að koma sér saman um hvað eigi að segja drengjunum.
Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
„Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38