Umfjöllun og viðtal: FH - RK Partizan 34-34 | FH glutraði unnum leik niður í jafntefli Kári Mímisson skrifar 14. október 2023 20:04 Aron Pálmarsson, leikmaður FH Vísir/Anton Brink Það var heldur betur slegið til veislu í Kaplakrika nú í kvöld þegar FH lék sinn 99. Evrópuleik. Andstæðingur FH var serbneska liðið Partizan frá Belgrad. Leikurinn var í annarri umferð Evrópubikar karla en fyrir þennan leik hafði FH slegið út gríska liðið Diomidis Argous. Eftir afar dramatískar lokamínútur varð 34-34 jafntefli niðurstaðan hér í Kaplakrika. Það var jafnræði á liðunum til að byrja með en Serbarnir voru þó ögn sterkari aðilinn framan af leik á meðan FH þurfti að elta. Gestirnir voru snemma leiks komnir 5-3 yfir og áttu möguleika á því að komast þremur mörkum yfir þegar Ivan Micic kom boltanum í netið en dómarar leiksins mátu það svo að skot hans hefði snert höfuð Daníels Freys Andréssonar og því taldi markið ekki og Micic fékk í stað þess tveggja mínútna brottvísun. Gestirnir frá Serbíu tókst að halda forystunni í einu til tveimur mörkum en undir lok hálfleiksins tók Sigursteinn Arndal leikhlé. FH brunaði í sókn og Einar Bragi Aðalsteinsson fór í gegn og skoraði ásamt því að fiska einn leikmann Partizan út af í kjölfarið. Serbarnir fóru næst í sókn sem endaði öðru sinni með því að Daníel Freyr, markvörður liðsins, fékk boltann í andlitið og í þetta skiptið var það fast og af stuttu færi. Daníel lét þetta þó ekki á sig fá sem og FH sem gekk á lagið en liðið skoraði síðustu tvö mörk hálfleiksins og því var staðan jöfn, 15-15 þegar liðin héldu til búningsherbergja. Lið Partizan var skipað nokkrum mjög öflugum leikmönnum sem báru uppi sóknarleik liðsins og áttu FH-ingar í miklum vandræðum varnarlega til að byrja með og í raun mest allan leikinn. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur en eftir að gestirnir skoruðu fyrsta mark hálfleiksins komu tvö mörk frá FH með skömmu millibili og liðið því komið yfir í fyrsta sinn í leiknum 17-16. Áfram hélt FH að bæta við mörkum og var liðið komið fjórum mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Mikil dramatík á lokamínútum leiksins En gestirnir frá Serbíu gáfust þó ekki upp og héldu vel í FH og tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar það voru rétt rúmlega þrjár mínútur eftir af leiknum. Lokamínúturnar urðu svo æsispennandi. FH skoraði tvö mörk í röð og komst liðið því þremur mörkum yfir þegar það voru minna en tvær mínútur eftir. En á einhvern ótrúlegan hátt tókst Partizan að skora síðustu þrjú mörk leiksins og niðurstaðan því jafntefli hér í Kaplakrika nú í kvöld. Í lok leiks fögnuðu leikmenn Partizan vel með sínum stuðningsmönnum en þeir voru vel studdir úr stúkunni. Það má því reikna með ansi erfiðum seinni leik fyrir FH. Gestirnir mættu aðeins með 13 manna hóp hingað til lands og voru það helst fjórir leikmenn sem báru liðið uppi en þeir skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem Partizan skoraði í dag. Hjá FH var það Jóhannes Berg Andrason sem var atkvæðamestur en hann skoraði níu mörk úr tólf skotum. Á eftir honum komu þeir Jón Bjarni Ólafsson með sex mörk úr sex skotum og Einar Bragi Aðalsteinsson með fimm mörk úr átta skotum. Daníel Freyr Andrésson stóð allan tíman í marki FH og varði hann 11 skot (24 prósent) þar af 2 víti. Hjá Partizan var það Uros Kojadinovic sem bara að mestu sóknarleik liðsins uppi en hann skoraði þrettán mörk úr tuttugu og einu skoti. Næstir á eftir honum voru það þeir Nemanja Pestic með átta mörk og svo gerðu þeir Ivan Micic og Mladen Sotic sex mörk hvor. Dimitrije Jelic varði átta skot (24 prósent) í marki Partizan og Ivan Mihajlov tók eitt skot (10 prósent). Af hverju varð jafntefli? FH henti þessu frá sér undir lokin og því varð jafntefli. Ósanngjarnt myndu margir segja en mér persónulega þótti FH betri í dag. Hverjir stóðu upp úr? Jóhannes Berg Andrason var mjög öflugur og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Níu mörk frá honum í dag en hann fór nokkrum sinnum ansi illa með vörn Partizan. Maður leiksins er samt Uros Kustudic en hann var stórkostlegur fyrir Partizan. Hvað gekk illa? FH var í vandræðum með þessa fjóra sem gerðu næstum allt í dag fyrir Partizan. Miða við hvað Partizan fékk margar klaufalegar tveggja mínútna brottvísun þá hugsa ég að þjálfara þeirra eigi eitthvað eftir að reyna að bæta það því FH leysti yfirtöluna mjög vel í dag. Liðið fékk alls 10 brottvísanir í dag. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli hjá FH en liðið mætir Stjörnunni næst á þriðjudaginn klukkan 19:30. Liðið leikur svo seinni leikinn gegn Partizan á laugardaginn eftir viku og hefst sá leikur klukkan 16:00. Jóhannes Berg Andrason var svekktur að leik loknum. Vísir/Pawel Jóhannes Berg: Liður eins og við höfum kastað þessu frá okkur Jóhannes Berg Andrason var svekktur í leikslok þegar hann mætti í viðtal. „Mér fannst við eiga að vinna þetta og vorum smá svona komnir með leikinn en svo líður mér eins og að við höfum kastað þessu frá okkur hér undir lok leiksins. En það er bara hálfleikur í þessu og áfram gakk.“ Varðandi seinni leikinn er það greinilegt að Jóhannes vill hefna fyrir ófarirnar í dag. Hann segist vera spenntur að fara út og reiknar með alvöru látum frá serbnesku áhorfendunum. „Mér líst bara mjög vel á það og ég hugsa að það bíði okkar bara alvöru stemning þarna úti. Það verður gaman að prófa að spila í svona aðstæðum.“ Spurður út í leikinn og hvort eitthvað hafi komið honum á óvart segir Jóhannes að þeir hafi verið búnir að greina þá vel og að dómararnir hafi náð að halda þeim á mottunni en Partizan endaði á að fá 10 brottvísanir í leiknum og þar af nokkrar á afskaplega klaufalegan hátt. „Við vorum búnir að greina þá vel á vídeó, þannig að það var ekkert sem kom okkur þannig lagað á óvart. Við vissum að hann væri góður þessi örvhenti. Mér fannst þeir ekkert mjög fastir fyrir, þetta var bara handbolta leikur sem mér þótti vera vel dæmdur og ég hef ekkert út á dómgæsluna að setja. Þeir fengu ekkert að komast upp með neitt.“ Handbolti FH Hafnarfjörður
Það var heldur betur slegið til veislu í Kaplakrika nú í kvöld þegar FH lék sinn 99. Evrópuleik. Andstæðingur FH var serbneska liðið Partizan frá Belgrad. Leikurinn var í annarri umferð Evrópubikar karla en fyrir þennan leik hafði FH slegið út gríska liðið Diomidis Argous. Eftir afar dramatískar lokamínútur varð 34-34 jafntefli niðurstaðan hér í Kaplakrika. Það var jafnræði á liðunum til að byrja með en Serbarnir voru þó ögn sterkari aðilinn framan af leik á meðan FH þurfti að elta. Gestirnir voru snemma leiks komnir 5-3 yfir og áttu möguleika á því að komast þremur mörkum yfir þegar Ivan Micic kom boltanum í netið en dómarar leiksins mátu það svo að skot hans hefði snert höfuð Daníels Freys Andréssonar og því taldi markið ekki og Micic fékk í stað þess tveggja mínútna brottvísun. Gestirnir frá Serbíu tókst að halda forystunni í einu til tveimur mörkum en undir lok hálfleiksins tók Sigursteinn Arndal leikhlé. FH brunaði í sókn og Einar Bragi Aðalsteinsson fór í gegn og skoraði ásamt því að fiska einn leikmann Partizan út af í kjölfarið. Serbarnir fóru næst í sókn sem endaði öðru sinni með því að Daníel Freyr, markvörður liðsins, fékk boltann í andlitið og í þetta skiptið var það fast og af stuttu færi. Daníel lét þetta þó ekki á sig fá sem og FH sem gekk á lagið en liðið skoraði síðustu tvö mörk hálfleiksins og því var staðan jöfn, 15-15 þegar liðin héldu til búningsherbergja. Lið Partizan var skipað nokkrum mjög öflugum leikmönnum sem báru uppi sóknarleik liðsins og áttu FH-ingar í miklum vandræðum varnarlega til að byrja með og í raun mest allan leikinn. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur en eftir að gestirnir skoruðu fyrsta mark hálfleiksins komu tvö mörk frá FH með skömmu millibili og liðið því komið yfir í fyrsta sinn í leiknum 17-16. Áfram hélt FH að bæta við mörkum og var liðið komið fjórum mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Mikil dramatík á lokamínútum leiksins En gestirnir frá Serbíu gáfust þó ekki upp og héldu vel í FH og tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar það voru rétt rúmlega þrjár mínútur eftir af leiknum. Lokamínúturnar urðu svo æsispennandi. FH skoraði tvö mörk í röð og komst liðið því þremur mörkum yfir þegar það voru minna en tvær mínútur eftir. En á einhvern ótrúlegan hátt tókst Partizan að skora síðustu þrjú mörk leiksins og niðurstaðan því jafntefli hér í Kaplakrika nú í kvöld. Í lok leiks fögnuðu leikmenn Partizan vel með sínum stuðningsmönnum en þeir voru vel studdir úr stúkunni. Það má því reikna með ansi erfiðum seinni leik fyrir FH. Gestirnir mættu aðeins með 13 manna hóp hingað til lands og voru það helst fjórir leikmenn sem báru liðið uppi en þeir skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem Partizan skoraði í dag. Hjá FH var það Jóhannes Berg Andrason sem var atkvæðamestur en hann skoraði níu mörk úr tólf skotum. Á eftir honum komu þeir Jón Bjarni Ólafsson með sex mörk úr sex skotum og Einar Bragi Aðalsteinsson með fimm mörk úr átta skotum. Daníel Freyr Andrésson stóð allan tíman í marki FH og varði hann 11 skot (24 prósent) þar af 2 víti. Hjá Partizan var það Uros Kojadinovic sem bara að mestu sóknarleik liðsins uppi en hann skoraði þrettán mörk úr tuttugu og einu skoti. Næstir á eftir honum voru það þeir Nemanja Pestic með átta mörk og svo gerðu þeir Ivan Micic og Mladen Sotic sex mörk hvor. Dimitrije Jelic varði átta skot (24 prósent) í marki Partizan og Ivan Mihajlov tók eitt skot (10 prósent). Af hverju varð jafntefli? FH henti þessu frá sér undir lokin og því varð jafntefli. Ósanngjarnt myndu margir segja en mér persónulega þótti FH betri í dag. Hverjir stóðu upp úr? Jóhannes Berg Andrason var mjög öflugur og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Níu mörk frá honum í dag en hann fór nokkrum sinnum ansi illa með vörn Partizan. Maður leiksins er samt Uros Kustudic en hann var stórkostlegur fyrir Partizan. Hvað gekk illa? FH var í vandræðum með þessa fjóra sem gerðu næstum allt í dag fyrir Partizan. Miða við hvað Partizan fékk margar klaufalegar tveggja mínútna brottvísun þá hugsa ég að þjálfara þeirra eigi eitthvað eftir að reyna að bæta það því FH leysti yfirtöluna mjög vel í dag. Liðið fékk alls 10 brottvísanir í dag. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli hjá FH en liðið mætir Stjörnunni næst á þriðjudaginn klukkan 19:30. Liðið leikur svo seinni leikinn gegn Partizan á laugardaginn eftir viku og hefst sá leikur klukkan 16:00. Jóhannes Berg Andrason var svekktur að leik loknum. Vísir/Pawel Jóhannes Berg: Liður eins og við höfum kastað þessu frá okkur Jóhannes Berg Andrason var svekktur í leikslok þegar hann mætti í viðtal. „Mér fannst við eiga að vinna þetta og vorum smá svona komnir með leikinn en svo líður mér eins og að við höfum kastað þessu frá okkur hér undir lok leiksins. En það er bara hálfleikur í þessu og áfram gakk.“ Varðandi seinni leikinn er það greinilegt að Jóhannes vill hefna fyrir ófarirnar í dag. Hann segist vera spenntur að fara út og reiknar með alvöru látum frá serbnesku áhorfendunum. „Mér líst bara mjög vel á það og ég hugsa að það bíði okkar bara alvöru stemning þarna úti. Það verður gaman að prófa að spila í svona aðstæðum.“ Spurður út í leikinn og hvort eitthvað hafi komið honum á óvart segir Jóhannes að þeir hafi verið búnir að greina þá vel og að dómararnir hafi náð að halda þeim á mottunni en Partizan endaði á að fá 10 brottvísanir í leiknum og þar af nokkrar á afskaplega klaufalegan hátt. „Við vorum búnir að greina þá vel á vídeó, þannig að það var ekkert sem kom okkur þannig lagað á óvart. Við vissum að hann væri góður þessi örvhenti. Mér fannst þeir ekkert mjög fastir fyrir, þetta var bara handbolta leikur sem mér þótti vera vel dæmdur og ég hef ekkert út á dómgæsluna að setja. Þeir fengu ekkert að komast upp með neitt.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti