Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2023 12:18 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sat fyrir svörum á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun Vísir/Vilhelm Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira