Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2023 12:18 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sat fyrir svörum á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun Vísir/Vilhelm Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira