Senn líður að jólum Sævar Helgi Lárusson skrifar 17. október 2023 11:31 Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Snjómokstur Umferð Samgöngur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun