Kveikjum ljósin Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. október 2023 12:01 Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun