Kveikjum ljósin Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. október 2023 12:01 Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun