Kveikjum ljósin Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. október 2023 12:01 Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun