Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2023 12:10 AP/J. Scott Applewhite AP/J. Scott Applewhite Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. Meirihluti Repúblikana er svo naumur að Jordan mátti ekki missa fleiri en fjögur atkvæði. Hann missti þó mun fleiri en það og sagði hann eftir atkvæðagreiðsluna í gær að hann myndi ræða við sitt fólk og að reynt yrði aftur. Tvær vikur eru síðan nokkrir Repúblikanar veltu Kevin McCarthy úr sessi en gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni að undanförnum. Repúblikanar tilnefndu svo Steve Scalise til embættisins en hann dró framboðið til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Eftir tilnefninguna fóru hann og bandamenn hans í þrýstingsherferð gegn þingmönnum sem studdu hann ekki. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Þetta mun hafa farið verulega í taugarnar á einhverjum þingmönnum. Carlos A. Gimenez sagði til að mynda að þrýstingsherferðin hefði haft öfug áhrif á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að veita McCarthy sitt atkvæði. Aðrir sem greiddu atkvæði gegn Jordan koma úr kjördæmum þar sem Joe Biden, forseti, sigraði í forsetakosningunum 2020. Þessir þingmenn eru taldir óttast að ná ekki endurkjöri veiti þeir Jordan atkvæði, þar sem hann er verulega umdeildur. Þetta á við sex þingmenn og þar af eru þrír frá New York-ríki. Aðrir sjö þingmenn, sem sitja í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar, greiddu atkvæði gegn Jordan. Þessir þingmenn hafa áhyggjur af því að Jordan myndi krefjast of mikils niðurskurðar á fjárútlátum ríkisins. Punchbowl News segir útlit fyrir að fleiri þingmenn myndu greiða atkvæði gegn Jordan í dag. Spenna milli Jordans og Scalise Í frétt Washington Post segir að mikil spenna sé innan þingflokks Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega milli bandamanna Jordans annarsvegar og bandamanna Scalise hins vegar. Einn þingmannanna hefur sagst reiður yfir því hvernig bandamenn Jordans grófu undan Scalise, eftir að sá siðarnefndi sigraði í atkvæðagreiðslu þingflokksins í síðustu viku. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með Scalise og bað hann um aðstoð við að snúa þeim sjö þingmönnum sem veittu Scalise atkvæði sitt. Samkvæmt heimildum WP vildi Scalise ekki lofa neinu. Annar heimildarmaður miðilsins sagði að Jordan hefði beðið Scalise um að halda stuðningsræðu fyrir sig í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og að Scalise hafi neitað. Enginn virðist eiga greiða leið Óreiðan innan flokksins bendir til þess að enginn þingmaður eigi greiða leið að þeim 217 atkvæðum sem til þarf. Búist er við því að takist Jordan ekki að tryggja sér nægilega mörg atkvæði í dag, verði lögð fram tillaga í dag um að gera Patrick McHenry að þingforseta, en hann hefur sinnt stöðunni tímabundið frá því að McCarthy var vikið úr embætti. BREAKING NEWS: DAVID JOYCE is expected to file a motion TODAY to elect PATRICK MCHENRY as a permanent speaker pro tem. @PunchbowlNews AM HERE: https://t.co/CfwAhY9BZB— Jake Sherman (@JakeSherman) October 18, 2023 Sem starfandi forseti hefur hann þó lögum samkvæmt eingöngu heimild til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Hann er ekki talinn hafa umboð til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp, þó einhverjir hafi haldið því fram. Staðan er nokkuð óljós þar sem McCarthy var fyrsti þingforsetinn til að láta víkja sér úr embætti. Mchenry hefur verið náinn samstarfsmaður McCarthy en hann gæti þurft aðstoð Demókrata við að verða þingforseti. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Meirihluti Repúblikana er svo naumur að Jordan mátti ekki missa fleiri en fjögur atkvæði. Hann missti þó mun fleiri en það og sagði hann eftir atkvæðagreiðsluna í gær að hann myndi ræða við sitt fólk og að reynt yrði aftur. Tvær vikur eru síðan nokkrir Repúblikanar veltu Kevin McCarthy úr sessi en gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni að undanförnum. Repúblikanar tilnefndu svo Steve Scalise til embættisins en hann dró framboðið til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Eftir tilnefninguna fóru hann og bandamenn hans í þrýstingsherferð gegn þingmönnum sem studdu hann ekki. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Þetta mun hafa farið verulega í taugarnar á einhverjum þingmönnum. Carlos A. Gimenez sagði til að mynda að þrýstingsherferðin hefði haft öfug áhrif á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að veita McCarthy sitt atkvæði. Aðrir sem greiddu atkvæði gegn Jordan koma úr kjördæmum þar sem Joe Biden, forseti, sigraði í forsetakosningunum 2020. Þessir þingmenn eru taldir óttast að ná ekki endurkjöri veiti þeir Jordan atkvæði, þar sem hann er verulega umdeildur. Þetta á við sex þingmenn og þar af eru þrír frá New York-ríki. Aðrir sjö þingmenn, sem sitja í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar, greiddu atkvæði gegn Jordan. Þessir þingmenn hafa áhyggjur af því að Jordan myndi krefjast of mikils niðurskurðar á fjárútlátum ríkisins. Punchbowl News segir útlit fyrir að fleiri þingmenn myndu greiða atkvæði gegn Jordan í dag. Spenna milli Jordans og Scalise Í frétt Washington Post segir að mikil spenna sé innan þingflokks Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega milli bandamanna Jordans annarsvegar og bandamanna Scalise hins vegar. Einn þingmannanna hefur sagst reiður yfir því hvernig bandamenn Jordans grófu undan Scalise, eftir að sá siðarnefndi sigraði í atkvæðagreiðslu þingflokksins í síðustu viku. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með Scalise og bað hann um aðstoð við að snúa þeim sjö þingmönnum sem veittu Scalise atkvæði sitt. Samkvæmt heimildum WP vildi Scalise ekki lofa neinu. Annar heimildarmaður miðilsins sagði að Jordan hefði beðið Scalise um að halda stuðningsræðu fyrir sig í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og að Scalise hafi neitað. Enginn virðist eiga greiða leið Óreiðan innan flokksins bendir til þess að enginn þingmaður eigi greiða leið að þeim 217 atkvæðum sem til þarf. Búist er við því að takist Jordan ekki að tryggja sér nægilega mörg atkvæði í dag, verði lögð fram tillaga í dag um að gera Patrick McHenry að þingforseta, en hann hefur sinnt stöðunni tímabundið frá því að McCarthy var vikið úr embætti. BREAKING NEWS: DAVID JOYCE is expected to file a motion TODAY to elect PATRICK MCHENRY as a permanent speaker pro tem. @PunchbowlNews AM HERE: https://t.co/CfwAhY9BZB— Jake Sherman (@JakeSherman) October 18, 2023 Sem starfandi forseti hefur hann þó lögum samkvæmt eingöngu heimild til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Hann er ekki talinn hafa umboð til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp, þó einhverjir hafi haldið því fram. Staðan er nokkuð óljós þar sem McCarthy var fyrsti þingforsetinn til að láta víkja sér úr embætti. Mchenry hefur verið náinn samstarfsmaður McCarthy en hann gæti þurft aðstoð Demókrata við að verða þingforseti.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira