Persónuvernd og skólamál Helga Þórisdóttir og Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifa 19. október 2023 13:30 Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun