Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Sigurgeir Finnsson skrifar 20. október 2023 10:00 Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun