Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 11:15 Mike Johnson, frá Louisiana, er lítið þekktur fordómafullur þingmaður sem er nú þingforseti. AP/Alex Brandon Mike Johnson, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun koma að því að staðfesta úrslit forsetakosninga sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Það er þrátt fyrir að hann hafi hjálpað til við að reyna að snúa úrslitum síðustu forsetakosninga. Johnson var fyrst kosinn á þing árið 2016 en fyrir það starfaði hann sem lögmaður Alliance Defence Freedom, sem er þrýstihópur sem ku berjast fyrir réttindum trúaðra en berst í raun gegn réttindum hinsegin fólks og gegn rétti kvenna til þungunarrofs, og sat á ríkisþingi Louisiana. Hann kemur frá kjördæmi í Louisiana sem teiknað var upp af Repúblikönum og þykir eins öruggt fyrir flokki og kjördæmi geta verið. Hann þykir reynslulítill, hefur aldrei komið að samningaviðræðum milli flokka áður og hefur aldrei leitt þingnefnd. AP fréttaveitan segir áhyggjur hafa vaknað um það að Repúblikanar muni aftur reyna að snúa úrslitum kosninga, fari svo að þeir tapi kosningunum á næsta ári. Vildi snúa úrslitum kosninga Eftir að Joe Biden, forseti, sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kosningunum 2020, tók Johnson undir lygar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og greiddi hann atkvæði gegn því að staðfesta úrslit kosninganna. Sú atkvæðagreiðsla fór fram þann 6. janúar 2021, eftir að stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Johnson kom einnig að lögsókn sem sneri að því að snúa úrslitum kosninganna. Hann fékk rúmlega hundrað þingmenn Repúblikanaflokksins til að styðja lögsókn Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, sem fór fram á að Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði sigur Bidens í fjórum ríkjum ógilda. Þetta gerði hann þó lögmaður Repúblikanaflokksins hefði sagt honum að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Guardian. Hæstiréttur vísaði þessari mjög svo umdeildu lögsókn fljótt frá. Skömmu eftir forsetakosningarnar 2020 birti Johnson færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist hafa beðið Trump um að „berjast áfram“. Nokkrum dögum síðar var hann í útvarpsviðtali þar sem hann dreifði stoðlausum samsæriskenningum um alþjóðlegt samsæri og kosningavélar frá Venesúela og hvernig það hefði kostað Trump sigur. Nú er Johnson annar í röðinni yfir arftaka forsetaembættisins á eftir Kamölu Harris, varaforseta. „Þú vilt ekki að fólk sem laug því að síðustu kosningum hefði verið stolið sé í stöðu til að ákveða hver vinnur þær næstu,“ sagði prófessorinn Rick Hasen við AP. Hann segir Johnson líka geta verið sérstaklega hættulegan þar sem hann er menntaður lögmaður sem sérhæfir sig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Eftir að hann var tilnefndur til embættis þingforseta, spurði fréttakona hann út í viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og brugðust Repúblikanar reiðir við. Þeir púuðu á konuna á meðan Johnson hristi höfuðið. Ein þingkona gargaði á fréttakonuna að hún ætti að þegja. Hefur lengi barist gegn réttindum hinsegin fólks Johnson hefur í gegnum árin verið ötull andstæðingur aukinna réttinda hinsegin fólks. Sem lögmaður ADF varði hann lög Louisiana sem banna hjónabönd samkynja para og ströng lög ríkisins um þungunarrof. Hann hefur persónulega lýst samböndum samkynja fólks sem „ónáttúrulegum“. Það gerði hann skömmu eftir að hann hóf störf hjá AFD snemma á þessari öld. Þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi árið 2003 úr gildi lög Texas sem gerðu hjónabönd samkynja para ólögleg, skrifaði Johnson grein í héraðsmiðil þar sem hann sagði úrskurðinn vera mikið högg fyrir hefðbundin bandarísk fjölskyldugildi og sagði hann fara gegn siðferðilegum gildum síðustu þúsund ára. Ári síðar lýsti hann hjónaböndum samkynja para sem ógn við lýðræðið. Það gerði hann í ummælum við tillögu um breytingar á stjórnarskrá Louisiana um að skilgreina hjónaband sem samband eins mans og einnar konu og sagði Johnson að lögleiðing hjónabanda samkynja para myndi grafa undan mikilvægi hefðbundinna hjónabanda fyrir samfélagið, veikja samfélagið og grafa undan lýðræðislegu kerfi Bandaríkjanna. Þá sagði hann sambönd samkynja para ónáttúruleg í eðli sínu og varaði við því að ef þau yrðu litin jákvæðum augum, myndu allir „afbrigðilegir hópar“ krefjast hins sama. „Fjölkvænisfólk, barnaníðingar og aðrir verða næstir í röðinni að krefjast jafnar verndar,“ skrifaði hann í grein árið 2004. Þegar hann sat á ríkisþingi Louisiana lagði hann fram frumvarp sem snerist um að vernda fólk sem neitaði að afgreiða eða eiga í viðskiptum við hinsegin fólk. Frumvarpið komst þó aldrei úr nefnd. Þegar Johnson kvæntist eiginkonu sinni árið 1999 framkvæmdu þau það sem kallast „sáttmála brúðkaup“. Það felur í sér að hjón þurfa að sækja ráðgjöf og gerir hjónum erfiðara að skilja. Hjónabönd af þessu tagi eru einungis leyfileg í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, en Johnson hefur talað fyrir því að fleiri ættu að fylgja honum og konu hans eftir. Vill samtvinna ríki og kirkju Þingforsetinn hefur einnig talað fyrir nánari samtvinnun opinberra starfa og kristinnar trúar. Í pontu á þingi á miðvikudaginn sagði hann til að mynda að „guð lyfti þeim sem sitja í valdastöðum“, eins og fram kemur í frétt Washington Post. Johnson hefur meðal annars barist fyrir því frekari kristnifræði í skólum í Louisiana, að opinberir fundi í sýslu í Norður-Karólínu verði opnaðir með bæn og að fólk segi gleðileg jól en ekki gleðilega hátíð. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Johnson var fyrst kosinn á þing árið 2016 en fyrir það starfaði hann sem lögmaður Alliance Defence Freedom, sem er þrýstihópur sem ku berjast fyrir réttindum trúaðra en berst í raun gegn réttindum hinsegin fólks og gegn rétti kvenna til þungunarrofs, og sat á ríkisþingi Louisiana. Hann kemur frá kjördæmi í Louisiana sem teiknað var upp af Repúblikönum og þykir eins öruggt fyrir flokki og kjördæmi geta verið. Hann þykir reynslulítill, hefur aldrei komið að samningaviðræðum milli flokka áður og hefur aldrei leitt þingnefnd. AP fréttaveitan segir áhyggjur hafa vaknað um það að Repúblikanar muni aftur reyna að snúa úrslitum kosninga, fari svo að þeir tapi kosningunum á næsta ári. Vildi snúa úrslitum kosninga Eftir að Joe Biden, forseti, sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kosningunum 2020, tók Johnson undir lygar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og greiddi hann atkvæði gegn því að staðfesta úrslit kosninganna. Sú atkvæðagreiðsla fór fram þann 6. janúar 2021, eftir að stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Johnson kom einnig að lögsókn sem sneri að því að snúa úrslitum kosninganna. Hann fékk rúmlega hundrað þingmenn Repúblikanaflokksins til að styðja lögsókn Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, sem fór fram á að Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði sigur Bidens í fjórum ríkjum ógilda. Þetta gerði hann þó lögmaður Repúblikanaflokksins hefði sagt honum að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Guardian. Hæstiréttur vísaði þessari mjög svo umdeildu lögsókn fljótt frá. Skömmu eftir forsetakosningarnar 2020 birti Johnson færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist hafa beðið Trump um að „berjast áfram“. Nokkrum dögum síðar var hann í útvarpsviðtali þar sem hann dreifði stoðlausum samsæriskenningum um alþjóðlegt samsæri og kosningavélar frá Venesúela og hvernig það hefði kostað Trump sigur. Nú er Johnson annar í röðinni yfir arftaka forsetaembættisins á eftir Kamölu Harris, varaforseta. „Þú vilt ekki að fólk sem laug því að síðustu kosningum hefði verið stolið sé í stöðu til að ákveða hver vinnur þær næstu,“ sagði prófessorinn Rick Hasen við AP. Hann segir Johnson líka geta verið sérstaklega hættulegan þar sem hann er menntaður lögmaður sem sérhæfir sig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Eftir að hann var tilnefndur til embættis þingforseta, spurði fréttakona hann út í viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og brugðust Repúblikanar reiðir við. Þeir púuðu á konuna á meðan Johnson hristi höfuðið. Ein þingkona gargaði á fréttakonuna að hún ætti að þegja. Hefur lengi barist gegn réttindum hinsegin fólks Johnson hefur í gegnum árin verið ötull andstæðingur aukinna réttinda hinsegin fólks. Sem lögmaður ADF varði hann lög Louisiana sem banna hjónabönd samkynja para og ströng lög ríkisins um þungunarrof. Hann hefur persónulega lýst samböndum samkynja fólks sem „ónáttúrulegum“. Það gerði hann skömmu eftir að hann hóf störf hjá AFD snemma á þessari öld. Þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi árið 2003 úr gildi lög Texas sem gerðu hjónabönd samkynja para ólögleg, skrifaði Johnson grein í héraðsmiðil þar sem hann sagði úrskurðinn vera mikið högg fyrir hefðbundin bandarísk fjölskyldugildi og sagði hann fara gegn siðferðilegum gildum síðustu þúsund ára. Ári síðar lýsti hann hjónaböndum samkynja para sem ógn við lýðræðið. Það gerði hann í ummælum við tillögu um breytingar á stjórnarskrá Louisiana um að skilgreina hjónaband sem samband eins mans og einnar konu og sagði Johnson að lögleiðing hjónabanda samkynja para myndi grafa undan mikilvægi hefðbundinna hjónabanda fyrir samfélagið, veikja samfélagið og grafa undan lýðræðislegu kerfi Bandaríkjanna. Þá sagði hann sambönd samkynja para ónáttúruleg í eðli sínu og varaði við því að ef þau yrðu litin jákvæðum augum, myndu allir „afbrigðilegir hópar“ krefjast hins sama. „Fjölkvænisfólk, barnaníðingar og aðrir verða næstir í röðinni að krefjast jafnar verndar,“ skrifaði hann í grein árið 2004. Þegar hann sat á ríkisþingi Louisiana lagði hann fram frumvarp sem snerist um að vernda fólk sem neitaði að afgreiða eða eiga í viðskiptum við hinsegin fólk. Frumvarpið komst þó aldrei úr nefnd. Þegar Johnson kvæntist eiginkonu sinni árið 1999 framkvæmdu þau það sem kallast „sáttmála brúðkaup“. Það felur í sér að hjón þurfa að sækja ráðgjöf og gerir hjónum erfiðara að skilja. Hjónabönd af þessu tagi eru einungis leyfileg í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, en Johnson hefur talað fyrir því að fleiri ættu að fylgja honum og konu hans eftir. Vill samtvinna ríki og kirkju Þingforsetinn hefur einnig talað fyrir nánari samtvinnun opinberra starfa og kristinnar trúar. Í pontu á þingi á miðvikudaginn sagði hann til að mynda að „guð lyfti þeim sem sitja í valdastöðum“, eins og fram kemur í frétt Washington Post. Johnson hefur meðal annars barist fyrir því frekari kristnifræði í skólum í Louisiana, að opinberir fundi í sýslu í Norður-Karólínu verði opnaðir með bæn og að fólk segi gleðileg jól en ekki gleðilega hátíð.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira