Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. október 2023 20:56 Stefán velti því upp hvað gæti komið í stað fyrir styttuna af séra Friðriki. Vísir/Vilhelm Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“ Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05