„Ótrúlega aumingjalegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 12:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01