Katrín ekki höfð með í ráðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 21:12 Ekki var haft samráð við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Ísland greiddi atkvæði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið. Mín afstaða, og míns þingflokks, er hins vegar sú að mannúðarkrísan á þessu svæði sé slík að það hefði verið rétt í raun og veru að styðja tillöguna, einfaldlega vegna þess að ástandið er gríðarlega alvarlegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV. Hún segist skilja að fólk setji spurningarmerki við atkvæðagreiðsluna enda blasi við að neyðin sé mikil. Þegar hún er spurð að því hvort afgreiðsla Íslands komi á óvart svarar Katrín: „Kannski var ég bara að vona að það hefði náðst saman. Og auðvitað er það gríðarlega vont að það náist ekki saman, eða breiðari samstaða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á nálgun á þessi mál.“ Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu í gær að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Forsætisráðherra segir að haft hafi verið samband við utanríkisráðherra í tengslum við yfirlýsinguna en hún segist ekki getað svarað hver afstaða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sé í málinu. Hún segir almenna samstöðu ríkja innan ríkisstjórnarinnar. „Ég hef gert grein fyrir minni afstöðu og míns þingflokks í þessu máli við mína félaga í ríkisstjórninni. Eins og ég hef farið yfir þá er þetta ekkert einföld staða. Ég held að það sé ríkur skilningur, af því að um grundvallaratriðin erum við sammála. Og það er okkar stefna Íslendinga. Við höfum viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, við tölum alltaf um tveggja ríkja lausn og þessi afstaða hefur komið skýrt fram,“ segir Katrín við RÚV að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Vinstri græn Utanríkismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Sjá meira
„Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið. Mín afstaða, og míns þingflokks, er hins vegar sú að mannúðarkrísan á þessu svæði sé slík að það hefði verið rétt í raun og veru að styðja tillöguna, einfaldlega vegna þess að ástandið er gríðarlega alvarlegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV. Hún segist skilja að fólk setji spurningarmerki við atkvæðagreiðsluna enda blasi við að neyðin sé mikil. Þegar hún er spurð að því hvort afgreiðsla Íslands komi á óvart svarar Katrín: „Kannski var ég bara að vona að það hefði náðst saman. Og auðvitað er það gríðarlega vont að það náist ekki saman, eða breiðari samstaða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á nálgun á þessi mál.“ Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu í gær að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Forsætisráðherra segir að haft hafi verið samband við utanríkisráðherra í tengslum við yfirlýsinguna en hún segist ekki getað svarað hver afstaða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sé í málinu. Hún segir almenna samstöðu ríkja innan ríkisstjórnarinnar. „Ég hef gert grein fyrir minni afstöðu og míns þingflokks í þessu máli við mína félaga í ríkisstjórninni. Eins og ég hef farið yfir þá er þetta ekkert einföld staða. Ég held að það sé ríkur skilningur, af því að um grundvallaratriðin erum við sammála. Og það er okkar stefna Íslendinga. Við höfum viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, við tölum alltaf um tveggja ríkja lausn og þessi afstaða hefur komið skýrt fram,“ segir Katrín við RÚV að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sameinuðu þjóðirnar Vinstri græn Utanríkismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Sjá meira
„Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent