Bjarni Guðnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 08:06 Bjarni Guðnason sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Alþingi Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020. Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020.
Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent