Áskorun til þingmanna - Treystið þjóðinni! Jóna Benediktsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 14:00 Stjórnarskrárfélagið skorar á þingmenn allra flokka á Alþingi að styðja og setja nafn sitt við framkomið frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á núgildandi stjórnarskrá. Nánar tiltekið, þingskjal 404 - 392. mál, sem dreift var 19.10 2023. Þar er lagt til lýðræðislegra fyrirkomulag við breytingu á stjórnarskrá með því að 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ — Sjá frumvarpið hér. Rúm ellefu ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Svar þjóðarinnar var afdráttarlaust. Yfirgnæfandi meiri hluti samþykkti að þær tillögur skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Líkt og fram kemur í greinargerð með umræddu frumvarpi gerir breytingin sem lögð er til ólíklegra að fjögur ár áframhaldandi stöðnunar í stjórnarskrármálinu taki við eftir næstu alþingiskosningar. Ætla verður að allflestir þingmenn — hvar í flokki sem þeir standa — geti fallist á og stutt tilgang frumvarpsins, eins og honum er lýst í greinargerð: „Frumvarpi þessu er ætlað tvíþætt hlutverk. Annars vegar skuli lögfest leið til að breyta stjórnarskránni sem er mun lýðræðislegri en mælt er fyrir um nú. Undirstrikað verði skýrt og skorinort að almenningur sé stjórnarskrárgjafi og eigi ætíð síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar vona flutningsmenn að sú leið til stjórnarskrárbreytinga sem hér er lögð til komi í veg fyrir að Alþingi festist í þrátefli um breytingar í framtíðinni. Undanfarinn áratug hefur verið gerð stórmerkileg en oft og tíðum brokkgeng tilraun til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Frumvarp þetta getur verið varða á þeirri leið. Verði það að lögum hefur Alþingi þau verkfæri sem þarf til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni í markvissari skrefum en því hefur auðnast.“ Stjórnarskrárfélagið hefur frá því síðastliðið vor hvatt til þess að stjórnmálaflokkar á þingi taki sig saman um breytingu á stjórnarskrá sem umrætt frumvarp felur í sér. Við höldum áfram. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið skorar á þingmenn allra flokka á Alþingi að styðja og setja nafn sitt við framkomið frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á núgildandi stjórnarskrá. Nánar tiltekið, þingskjal 404 - 392. mál, sem dreift var 19.10 2023. Þar er lagt til lýðræðislegra fyrirkomulag við breytingu á stjórnarskrá með því að 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ — Sjá frumvarpið hér. Rúm ellefu ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Svar þjóðarinnar var afdráttarlaust. Yfirgnæfandi meiri hluti samþykkti að þær tillögur skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Líkt og fram kemur í greinargerð með umræddu frumvarpi gerir breytingin sem lögð er til ólíklegra að fjögur ár áframhaldandi stöðnunar í stjórnarskrármálinu taki við eftir næstu alþingiskosningar. Ætla verður að allflestir þingmenn — hvar í flokki sem þeir standa — geti fallist á og stutt tilgang frumvarpsins, eins og honum er lýst í greinargerð: „Frumvarpi þessu er ætlað tvíþætt hlutverk. Annars vegar skuli lögfest leið til að breyta stjórnarskránni sem er mun lýðræðislegri en mælt er fyrir um nú. Undirstrikað verði skýrt og skorinort að almenningur sé stjórnarskrárgjafi og eigi ætíð síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar vona flutningsmenn að sú leið til stjórnarskrárbreytinga sem hér er lögð til komi í veg fyrir að Alþingi festist í þrátefli um breytingar í framtíðinni. Undanfarinn áratug hefur verið gerð stórmerkileg en oft og tíðum brokkgeng tilraun til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Frumvarp þetta getur verið varða á þeirri leið. Verði það að lögum hefur Alþingi þau verkfæri sem þarf til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni í markvissari skrefum en því hefur auðnast.“ Stjórnarskrárfélagið hefur frá því síðastliðið vor hvatt til þess að stjórnmálaflokkar á þingi taki sig saman um breytingu á stjórnarskrá sem umrætt frumvarp felur í sér. Við höldum áfram. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar