Tefjast orkuskiptin vegna 208 króna á mánuði? Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun