Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2023 14:06 Helgi Áss er þeirrar skoðunar að borgarráð sé á vafasömu róli með að vilja fjarlægja styttuna á altari ósannaðra ásakana. vísir/vilhelm Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði