Þjálfunartíminn Hermundur Sigmundsson og Svava Hjaltalín skrifa 14. nóvember 2023 11:30 Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Börn og uppeldi Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun