Sex þúsund „skátar“, sextíu starfsmenn og blóðið rennur Sveinn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 12:01 Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Heilbrigðismál Landsbankinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar