Hver á að borga brúsann? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 07:31 Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun