Hver á að borga brúsann? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 07:31 Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar