Að eignast fyrirbura Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun