Innlent

Róbert Spanó kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Róbert Spanó var kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu á fundi aðildaríkja hennar í Strassborg í dag.
Róbert Spanó var kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu á fundi aðildaríkja hennar í Strassborg í dag. Stjórnarráðið

Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegar tjónaskrár fyrir Úkraínu. Skráin mun taka til eignaskemmda, manntjóns og meiðsla af völdum stríðs Rússlands í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þar kemur líka fram að atkvæðagreiðslan hafi farið á fundi aðilaríkja í Strassborg í dag. Róbert hlaut næstflest atkvæði á eftir frambjóðanda Þýskalands í eitt sjö sæta stjórnarinnar.

„Stofnsetning tjónaskrárinnar var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí og veigamikið skref í átt að ábyrgðarskyldu vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið þar í landi. Afar mikilvægt er að vel takist til og með íslenskum fulltrúa í stjórn tjónaskrárinnar sýnum við okkar stuðning í þágu Úkraínu,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.

Í tilkynningunni segir að stjórn tjónaskrárinnar samanstandi af sjö reyndum sérfræðingum. Ásamt fulltrúa Íslands átti Úkraína fyrirfram sæti samkvæmt stofnsamningi um tjónaskrána en sextán frambjóðendur frá fjórum heimsálfum kepptu um hin sex sætin.

Auk Róberts, hlutu frambjóðendur Þýskalands, Ítalíu, Bandaríkjanna, Póllands og Finnlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×