„Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2023 23:44 Vilhjálmur Birgisson skammaði fjármálageirann og sakaði hann um miskunnarleysi. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“ Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“
Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira