Skagfirðingum boðið upp á ókeypis jólahlaðborð á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2023 09:31 Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, sem eru klárir í jólahlaðborðið laugardaginn 2. desember í íþróttahúsi staðarins. Reiknað er með um 600 manns í hlaðborðið, sem er í boði klúbbsins og fyrirtækja í Skagafirði. Aðsend „Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði. En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend Skagafjörður Jólamatur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend
Skagafjörður Jólamatur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira