Dæmdur fyrir ofsaakstur á stolnum bíl undan lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 19:57 Ófsaakstur mannsins var meðal annars um Sæbrautina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna fjölda brota sem áttu sér flest stað í fyrra. Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot. Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot.
Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira