Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2023 12:31 Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun