Ódýr og örugg orka til heimila kemur orkuskorti ekkert við Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 12. desember 2023 18:01 Stórnotendur raforku koma nú fram í fjölmiðlum og mótmæla nauðsynlegu frumvarpi um forgang heimilanna að öruggri raforku á hóflegu verði. Tala um afturför, miðstýringu, brot á samkeppnislögum og neyðarástand vegna orkuskorts. Þessi orkufreku fyrirtæki eru á móti því að tryggja heimilum og litlum fyrirtækjum brot af allri raforkunni af sameiginlegri orkuauðlind í eigu þjóðarinnar. Stórnotendur nýta nú 85 prósent orkunnar. Það er mikið álag á náttúruna. Heimilin nota fimm prósent. Þessar kvartanir hafa ekkert með skort að gera. Það er verið að kalla eftir meðvitaðri ákvörðun um að selja hæstbjóðanda alla raforkuna okkar, alltaf. Við þetta á ekki að una og við þetta geta ekki aðrir en stórnotendur keppt. Náttúran má sín einskis í þessum aðstæðum frekar en fólkið í landinu. Aðgangur að raforku og heitu vatni á sanngjörnu verði er ennþá grundvöllur velsældar okkar og hann ætti að tryggja um ókomna tíð. Því sannarlega er eftirspurnin endalaus. Orkuöryggi heimila og lítilla fyrirtækja gæti horfið á örskotsstundu nái sjónarmið stórnotenda fram að ganga. Um það eru slæm dæmi í nágrannalöndum, til dæmis Noregi þar sem orkuverð til heimilanna sveiflast upp í hæstu hæðir, eftir lögmálum markaðarins, þótt orkuframleiðsla sé gríðarleg. Þetta getur líka gerst hér. Samtökin og fyrirtækin sem mótmæla nú frumvarpi til laga um raforkuöryggi heimila eru Alcoa Fjarðarál, Norðurál, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins, Samál, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, HS orka, Veitur og Orka náttúrunnar. Með því að leggjast gegn orkuöryggi heimilanna setja þau eigin hagnað ofar almannahagsmunum. Landvernd tekur heilshugar undir með forstjóra Landsvirkjunar sem segir að í litlu og lokuðu raforkukerfi, eins og á Íslandi, virki markaðslögmál ekki vel. Þegar skortur sé á orku geti verðið margfaldast. Bráðnauðsynlegt frumvarp orku, umhverfis og auðlindaráðherra, sem tryggir heimilum raforku á hóflegu verði ætti að vera óumdeilt og það kemur orkuskorti ekkert við, þótt ýmsir þingmenn velji að tengja það við meint „neyðarástand“ gagnavera og stóriðju. Lög um trygga og ódýra orku til heimilanna eiga ekki að vera tímabundin, heldur varanleg. Hvernig sem árar í orkumálum landsins, að mati þeirra sem vilja setja bæði fólkið í landinu og náttúruna sjálfa á markaðstorg stórnotenda. Íslendingar lifa ekki við hagstætt veðurfar, en hér er gott að búa við öruggan hita og rafmagn, þótt kaldir vindar næði. Orkan er sameign þjóðarinnar sem á að nýtast varlega í þágu þjóðar og náttúru. Raforkukostnaður er engu að síður stór liður í útgjöldum margra heimila í landinu og ekki er þar á bætandi. Stjórnvöldum ber að standa vörð um náttúru og almenning og forgangsraða í þágu almennings, orkuskipta og starfsemi sem ekki ryksugar upp alla orku sem mögulegt er að framleiða í landinu. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku koma nú fram í fjölmiðlum og mótmæla nauðsynlegu frumvarpi um forgang heimilanna að öruggri raforku á hóflegu verði. Tala um afturför, miðstýringu, brot á samkeppnislögum og neyðarástand vegna orkuskorts. Þessi orkufreku fyrirtæki eru á móti því að tryggja heimilum og litlum fyrirtækjum brot af allri raforkunni af sameiginlegri orkuauðlind í eigu þjóðarinnar. Stórnotendur nýta nú 85 prósent orkunnar. Það er mikið álag á náttúruna. Heimilin nota fimm prósent. Þessar kvartanir hafa ekkert með skort að gera. Það er verið að kalla eftir meðvitaðri ákvörðun um að selja hæstbjóðanda alla raforkuna okkar, alltaf. Við þetta á ekki að una og við þetta geta ekki aðrir en stórnotendur keppt. Náttúran má sín einskis í þessum aðstæðum frekar en fólkið í landinu. Aðgangur að raforku og heitu vatni á sanngjörnu verði er ennþá grundvöllur velsældar okkar og hann ætti að tryggja um ókomna tíð. Því sannarlega er eftirspurnin endalaus. Orkuöryggi heimila og lítilla fyrirtækja gæti horfið á örskotsstundu nái sjónarmið stórnotenda fram að ganga. Um það eru slæm dæmi í nágrannalöndum, til dæmis Noregi þar sem orkuverð til heimilanna sveiflast upp í hæstu hæðir, eftir lögmálum markaðarins, þótt orkuframleiðsla sé gríðarleg. Þetta getur líka gerst hér. Samtökin og fyrirtækin sem mótmæla nú frumvarpi til laga um raforkuöryggi heimila eru Alcoa Fjarðarál, Norðurál, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins, Samál, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, HS orka, Veitur og Orka náttúrunnar. Með því að leggjast gegn orkuöryggi heimilanna setja þau eigin hagnað ofar almannahagsmunum. Landvernd tekur heilshugar undir með forstjóra Landsvirkjunar sem segir að í litlu og lokuðu raforkukerfi, eins og á Íslandi, virki markaðslögmál ekki vel. Þegar skortur sé á orku geti verðið margfaldast. Bráðnauðsynlegt frumvarp orku, umhverfis og auðlindaráðherra, sem tryggir heimilum raforku á hóflegu verði ætti að vera óumdeilt og það kemur orkuskorti ekkert við, þótt ýmsir þingmenn velji að tengja það við meint „neyðarástand“ gagnavera og stóriðju. Lög um trygga og ódýra orku til heimilanna eiga ekki að vera tímabundin, heldur varanleg. Hvernig sem árar í orkumálum landsins, að mati þeirra sem vilja setja bæði fólkið í landinu og náttúruna sjálfa á markaðstorg stórnotenda. Íslendingar lifa ekki við hagstætt veðurfar, en hér er gott að búa við öruggan hita og rafmagn, þótt kaldir vindar næði. Orkan er sameign þjóðarinnar sem á að nýtast varlega í þágu þjóðar og náttúru. Raforkukostnaður er engu að síður stór liður í útgjöldum margra heimila í landinu og ekki er þar á bætandi. Stjórnvöldum ber að standa vörð um náttúru og almenning og forgangsraða í þágu almennings, orkuskipta og starfsemi sem ekki ryksugar upp alla orku sem mögulegt er að framleiða í landinu. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun