Rafmagnshjól með virðisaukaskattsvindinn í fangið á nýju ári Hilmar Ingimundarson skrifar 15. desember 2023 07:01 Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skattar og tollar Hjólreiðar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun